Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina 28. september 2006 00:01 Íbúðabankinn, sem stýrihópur félagsmálaráðherra leggur til að verði til úr Íbúðalánasjóði, myndi hafa umsjón með greiðslumati og samþykkt fasteignalána. Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar. Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar.
Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira