Viðskipti innlent

Eimskip í skipafélagsbandalag í Evrópu

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships og munu félögin tvö, ásamt litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er í eigu Eimskipa, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingu. Félagið mun heita Containerships Group.

Kaupverð er trúnaðarmál en þau eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé.

Í tilkynningu frá Eimskipum munu fyrirtækin reka 41 skip og hafa yfir að ráða 30.000 gámaeiningum.

Kimmo Nordström, forstjóri Constainerships mun láta af störfum sem forstjóri félagsins og verða stjórnarformaður félagsins um næstu áramót . Sigurjón Markússon við starfi hans sem forstjóri skipafélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×