Innlent

Verða að störfum við Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi

Starfmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða að störfum í Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi en þangað voru þeir kallaðir laust eftir klukkan þrjú nótt eftir að um það bil eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr gaslögn við suðuhreinsun í virkjuninni.

Tveir vaktmenn frá Securitas voru á staðnum þegar slysið varð og gátu þeir kallað út slökkvilið. Hvorugan sakaði í slysinu. Slökkvilið sendi þegar dælubíl og sjúkrabíl ásamt eiturefnagámi og fóru eiturefnakafarar inn í húsið og dældu inn kalki en það gerir saltpéturssýru óvirka.

Tólf manns frá SHS voru að störfum, þegar mest var, auk starfsmanna frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Suðurlands. Um átta tonn af saltpéturssýru voru í virkjuninni, en hún er notuð til að hreinsa rör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×