Innlent

Þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu

Tæplega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarlegar hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar fyrr á þessu ári.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í tvígang á tveimur dögum skillið eftir skilaboð á talhólfi farsíma konunnar þar sem hann hótaði að drepa hana. Ákærði játaði að hafa sent skilaboðin en bar því meðal annars við að hafa verið í óreglu og orðið afbrýðisamur eftir að konan fór að vera með öðrum manni.

Ákærði á að baki sakaferil, meðal annars fyrir líkamsárásir gagnvart annarri fyrrverandi sambýliskonu sinni, og í ljósi þess taldi dómurinn að konunni hefði mátt standa rík ógn af hótununum. Þótti þriggja mánaða fangelsi því hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×