Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign sinni við Portúgala ytra í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni HM 2007. Katrín Jónsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins 9 mínútur og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað markið eftir 22 mínútur.