Innlent

RÚV skyldað til að auka innlent efni

Ríkisútvarpið þarf að stórauka innlenda dagskrá í sjónvarpi, samkvæmt þjónustusamningi við ríkisvaldið. Samningurinn verður lagður fyrir þing á mánudag ásamt frumvarpi um breytingu RÚV í hlutafélag.

Páll Magnússon, útvapsstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra kynntu þennan nýja þjónustusamning í dag en hann verður eins konar viðauki við frumvarpið um hlutafélagsvæðingu RúV.

Þetta verður eitt af fyrstu málum sem þing tekur fyrir þegar það kemur saman á mánudag. Í þjónustusamningnum er hykkt á öryggis og menningarhlutverki RUV - sumt er almennt orðað en annað er niðurnjörfað. Það sem veldur mestri breytingu er aukning á innlendu sjónvarpsefni. Það á að auka kaup á slíku efni frá sjálfstæðum framleiðendum um hundrað milljónir á tveimur árum - sem er tvöfölldun. Almennt á að auka hlutdeild af íslensku efni í kvölddagskrá sjónvarps úr 45% í 65%.

Ekki náðist að afgreiða rúv-frumvarpið á þingi í vor og var kurr í framsóknarflokknum með hf. breytinguna eða öllu heldur þá óvissu um hvað í henni fælist. Þessum þjónustusamningi er ætlað að friða það sjónar og vonast mennatamálaráðherra eftir breiðri sátt um málið.

Þessi útgjalfdaukning sem samningurinn felur í sér á ekki að kalla á aukin heildarútgjöd. Það á að hagræða og spara á öðrum sviðum segir útvarpsstjóri. Oftast þýðir það uppsagnir hjá öðrum hlutafélögum en hann segir að öryggi starfsmanna verði tryggara, ef eitthvað er, eftir breytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×