Viðskipti innlent

Tvöföldun á hagnaði Mosaic Fashions

Tískuvörukeðjan Mosaic Fashions hf. skilaði 5,6 milljóna punda hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta samsvarar 738,4 milljónum íslenskra króna og er rétt rúm tvöföldun á hagnaði félagsins á milli ára. Á sama í fyrra nam hann 2,7 milljónum punda. Mestur hluti hagnaðarins varð til á öðrum ársfjórðungi. 

Hagnaðurinn varð mestur á öðrum fjórðungi ársins en hann var 4,8 milljónir punda eða tæplega 633 milljónir íslenskra króna. Þetta er ríflega tvöföldun á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,1 milljón punda eða tæpum 277 milljónum króna.

Þá nam rekstrarhagnaður félagsins 18,7 milljónum punda eða eða 2,5 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi ársins en það er 11 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi 12 milljónum punda eða tæpum 1,6 milljörðum íslenskra króna. Það er 300.000 pundum eða 39,5 milljónum krónum minna en á sama tíma í fyrra.

Í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í dag kemur m.a. fram að velta félagsins hafi numið 211,7 milljónum punda eða 27,9 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu en það er 9 prósenta hækkun á milli ára. Þar af jókst veltan um 7 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hækkunin er hins vegar mis mikil eftir verslunum. T.a.m. jókst velta í Coast um 34 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins og um 17 prósent í verslunum Karen Millen en dróst saman um 5 prósent í Whistles og 3 prósent í Oasis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×