Innlent

Jesus verður birt ákæra í dag

Jesus Sains, fyrrverandi starfsmanni deCODE, verður birt ákæra nú klukkan níu fyrir hádegi, vegna meints stuldar á gögnum frá fyrirtækinu. Sains lagði í síðustu viku fjögurra milljóna króna tryggingu fyrir því að hann yrði hér við þingfestingu málsins sem verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Erla S. Árnadóttir hefur tekið við af Sveini Andra Sveinssyni sem lögmaður Sains. Vitnaleiðslum fyrir dómi í Bandaríkjunum vegna þriggja annarra starfsmanna ÍE hefur verið frestað til 13. nóvember vegna anna dómarans í öðrum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×