Innlent

Íslenskt lagaumhverfi gott

Á fundi ríkisstjórnar í gær var farið lauslega í skýrslu FATF, alþjóðlegrar ráðgjafastofnunar helstu iðnríkja gegn peningaþvætti. Samtökin gera úttektir á vörnum aðildarríkjanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í laga- og viðskiptaumhverfi þeirra. Niðurstaða skýrslunnar var sú að Ísland stendur ágætlega í þessu samhengi, þótt ávallt megi gera betur.

Í júní tóku gildi ný lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, til að innleiða tilskipun Evrópusambandsins, sem byggir á tilmælum FATF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×