Innlent

Ekki gerðar ráðstafanir gegn hlerunum

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson

„Við höfum ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari aðspurður um eftirlit með öryggi fjarskipta hjá forsetaembættinu.

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að fylgst hafi verið reglulega með því í ráðuneytum hvort símar væru hleraðir. Þetta eftirlit hafi norskir menn annast. Slíkt reglubundið eftirlit mun hvorki hafa verið stundað hjá forsetaembættinu né mun hafa þótt nokkurt einstakt tilefni hafa gefist til þess að yfirfara öryggi símabúnaðar embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×