Innlent

Þingnefnd ræði um hleranamál

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi vilja að nefnd á vegum Alþingis fari ofan í saumana á símhlerunum íslenskra stjórnvalda, bæði á tímum kalda stríðsins og eftir það. Í umræðum um störf þingsins í gær kom fram eindreginn vilji stjórnarandstöðunnar um að frekar verði aðhafst í málinu en þegar hefur verið ákveðið. Var leið sem norska Stórþingið fór nefnd til fyrirmyndar.

Stjórnarliðar kváðu enga þörf á slíku, málin væru þegar í eðlilegum farvegi. Að auki væri ekki hægt að bera saman mál hér og í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×