Innlent

Ban er mikill jafnréttissinni

Valgerður og Ban Hittust í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.
Valgerður og Ban Hittust í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.

Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu og verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er mikill jafnréttissinni og ætlar að beita sér í jafnréttismálum. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sem hitti Ban á fundi smáríkja Sameinuðu þjóðanna í tengslum við allsherjarþing þess í lok september.

Á fundinum, sem haldinn var áður en kjör framkvæmdastjóra fór fram, spurði Valgerður Ban hvað hann hygðist gera í jafnréttismálum innan skrifstofu Sameinuðu þjóðanna en þar hallar á hlut kvenna. Svaraði Ban í ítarlegu máli og kom á daginn að hann hefur uppi áform um að rétta hlut kvenna innan samtakanna.

Að fundi loknum ræddust Valgerður og Ban einslega við og kynnti Valgerður honum framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og afhenti honum bækl­ing um framboðið.

Ban Ki-Moon, sem tekur við framkvæmdastjórastarfinu um áramót, kom Valgerði fyrir sjónir sem hógvær en ákveðinn og sjálfsöruggur maður.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×