Innlent

Greiðir allt að 150 þúsund

Ásgeir 
karlsson
Ásgeir karlsson

Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hefur greitt fáeinum einstaklingum á ári hverju fjárhæðir fyrir upplýsingar sem reynst hafa réttar og leitt hafa til þess að árangur hefur náðst í að upplýsa fíkniefnamál, að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns deildarinnar. Þessar greiðslur fara aldrei ekki fram fyrr en að sýnt er að upplýsingarnar hafi borið árangur.

Í fréttatíma í morgunþættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í gærmorgun kom fram að þær upphæðir sem lögreglan greiðir almenningi geti farið allt upp í 150 þúsund krónur. Ásgeir sagði við Fréttablaðið að heimild lögreglu almennt til að greiða fyrir upplýsingar væri að finna í reglum um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu sem gefnar hafi verið út af ríkissaksóknara. Upphæð greiðslu fari eftir alvarleika máls, í tilvikum fíkniefnadeildar hve mikið magn fíkniefna væri að ræða.

Spurður hvernig svona greiðslur gangi fyrir sig segir Ásgeir að fólk tilkynni lögreglu á stundum að það búi yfir vitneskju sem það sé tilbúið að láta frá sér gegn greiðslu. Þá er jafnan kannað hvort heimild sé fyrir því að greiða viðkomandi reynist upplýsingarnar árangursríkar við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×