Innlent

Hvalstöðin hefur ekki leyfi til vinnslu á langreyðum

Hvalur 9.
Hvalur 9. MYND/Hrönn

Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki leyfi til vinnslu á þeim langreyðum sem nú má veiða. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en þar segir að dýralæknar telji vinnsluhús Hvals í Hvalfirði ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar séu til vinnslu til manneldis. Á vefnum segir jafnframt að ætlun Hvals sé að skera hvalinn í Hvalfirði og flytja svo kjötið til vinnslu annars staðar. Vefurinn hefur hins vegar eftir yfirdýralækni að það sé ekki heimilt þar sem fyrirtækið þurfi að hafa starfsleyfi til þess sem það hafi ekki.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×