Innlent

Sólveig elsti Íslendingur sögunnar

Sólveig Pálsdóttir, elsti Íslendingur sögunnar.
Sólveig Pálsdóttir, elsti Íslendingur sögunnar.

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag.

Fram kemur á vefnum horn. is að Sólveig dvelji á Hjúkrunarheimili S-Austurlands og var hún í fullu fjöri þar sem aðra daga en í tilefni dagsins var slegið upp kaffiveislu þar.

Einungis tveir íslendingar hafa náð því að verða 109 ára gamlir, en það eru Sólveig Pálsdóttir og jafnaldra hennar Guðfinna Einarsdóttir frá Leysingjastöðum í Dalasýslu sem lést þann 1. apríl síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×