Körfubolti

Mikil óánægja með nýja boltann

Nýr bolti er heitasta umræðuefnið í NBA í dag og eru leikmenn flestir hundóánægðir með hann
Nýr bolti er heitasta umræðuefnið í NBA í dag og eru leikmenn flestir hundóánægðir með hann NordicPhotos/GettyImages

Mikil óánægja er meðal leikmanna í NBA deildinni með nýja keppnisboltann sem notaður verður í vetur, en þetta er bolti úr gerviefni sem koma á í stað leðurboltans sem notaður hefur verið í 35 ár. Raunar eru það aðeins dýraverndunarsinnar sem eru ánægðir með boltann.

Tölfræði sýnir að þó óánægja sé með boltann, er tölfræði leikmanna mjög svipuð á undirbúningstímabilinu og verið hefur undanfarin ár. Nýr bolti er sagður draga í sig minni raka en sá gamli og er því stöðugri í þyngd og hann á bæði að endast betur og hafa betra grip en sá gamli.

Í þeim leikjum sem búnir eru á undirbúningstímabilinu er líka greinilegt að boltinn skoppar mun minna en sá gamli. Margir leikmenn hafa látið hafa eftir sér að þeir óski þess að gamli boltinn verði tekinn í notkun sem fyrst aftur, en mikið þarf líklega að ganga á svo David Stern samþykki það. Dýraverndunarsinnar eru til þessa þeir einu sem látið hafa í ljós ánægju sína með boltann - en þeir þurfa auðvitað ekki að nota hann í leikjum frekar en forráðamenn deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×