Viðskipti innlent

Sigríður til Símans

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin til Símans þar sem hún mun heyra beint undir forstjóra og stýra sérverkefnum.
Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin til Símans þar sem hún mun heyra beint undir forstjóra og stýra sérverkefnum.

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin til Símans þar sem hún mun stýra sérverkefnum og heyra beint undir forstjóra. "Síminn er í mikilli útrás og í miklu breytingaferli sem ég mun taka þátt í," segir Sigríður sem verður fyrst um sinn að vinna að erlendum og innlendum nýsköpunarverkefnum.

Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss frá árinu 2001 þar til hún lét af störfum nú nýverið. Hún hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan hugbúnaðargeirans frá árinu 1988 og var meðal annars framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S í Danmörku á árunum 1999 til 2001.

Sigríður er með MBA-gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig menntaður rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræðingur frá Óðinsvéum í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×