Viðskipti innlent

Vill formleg samskipti við Guernsey

Jónas Fr. Jónsson.
Jónas Fr. Jónsson.

Fjármálaeftirlitið hefur regluleg samskipti við yfirvöld á Ermarsundseynni Guernsey, segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri eftirlitsins. Hann segir jafnframt áhuga á að gera formlegan samstarfssamning við yfirvöld á eynni.

Greint var frá því í Markaðnum að félög með aðsetur á Guernsey ættu eignir hér fyrir 41,6 milljarða króna. Heildarfjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nemur rúmum 250 milljörðum króna. Á Guernsey búa 65 þúsund manns.

Skattaumhverfi á Guernsey er afar hagstætt og er auðvelt fyrir útlendinga að fá undanþágu frá greiðslu tekjuskatts á fyrirtæki. Eignamenn hafa því gjarnan stofnað svokölluð skúffufyrirtæki á eynni og freistað þess að komast kringum skattalöggjöf heima fyrir.

Þegar listi yfir tuttugu stærstu eigendur félaga í Kauphöll Íslands er skoðaður kemur í ljós að mörg félaganna eru skráð erlendis og að erfitt er að nálgast upplýsingar um uppruna þeirra.

Ríkisskattstjóri hefur meðal annarra gefið í skyn að mörg þessi félög séu hrein gervifélög, stofnuð í þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×