Viðskipti innlent

Snörp lækkun fasteignaverð

Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí

samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði.

Greiningardeildin segir mikinn þrýsting vera til verðlækkunar á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vaxtahækkun á íbúðalánum ásamt minna lánaframboði og almennt minnkandi kaupmætti neytenda vegna verðbólguskots dragi úr eftirspurn á íbúðamarkaði á sama tíma og framboð sé umtalsvert og vaxandi með fjölda nýbygginga.

Þá segir deildin tiltrú neytenda hafa einnig dregist saman eftir gengisfall

krónunnar og þeir því tregari til mikilla fjárfestinga en áður.

Glitnir segir veltu hafa snarminnkað á íbúðamarkaði síðustu vikurnar sem gefi m.a. til kynna að fasteignaverð sé enn of hátt. Hluta skýringarinnar sé þó líklega að finna í sumarleyfum og er líklegt að veltan aukist eitthvað með haustinu. Frekari verðlækkun virðist engu að síður þurfa til að færa saman framboð og eftirspurn. Við reiknum með því að íbúðaverð muni lækka um 5 til 10% á næstu 12 til 24 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×