Villenueve ræðst hart að Schumacher 18. ágúst 2006 15:45 Michael Schumacher mun aldrei verða goðsögn í Formúlu 1 að mati Villenueve AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira