Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum 11. desember 2006 17:11 Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira