Innlent

Eindregin samstaða milli frambjóðenda í annað sætið

MYND/Pjetur

Það var eindregin samstaða milli þeirra þriggja frambjóðenda sem berjast um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem þeir sátu fyrir svörum í Íslandi í dag í gærkvöld.

Fréttir af hörku í prófkjöri flokksins virðast orðum auknar miðað við þá samstöðu sem ríkti meðal þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Péturs Blöndals og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í gær.

En nokkrum klukkustundum áður en þeir komu saman í sjónvarpssal hafði sáttafundur verið haldinn í Valhöll vegna ásakana í nafnlausu bréfi um að Guðlaugur Þór hefði misnotað aðstöðu sína og hefði undir höndum ítarlegri lista yfir flokksmenn en aðrir frambjóðendur. Athugun framkvæmdastjóra leiddi enga misnotkun í ljós. Sættir hafa greinilega tekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×