Schumacher er besti ökumaður allra tíma 24. október 2006 16:54 Schumacher tekur við viðurkenningu úr höndum knattspyrnugoðsins Pele um helgina NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher er besti ökumaður í sögu Formúlu 1 að mati þeirra Niki Lauda og David Coulthard, en þýski ökuþórinn lagði stýrið á hilluna eftir Brasilíukappaksturinn á sunnudaginn. Lauda vann heimsmeistaratitilinn þrisvar sinnum og hann segist ekki í nokkrum vafa um að Schumacher sé sá besti - í það minnsta á árunum eftir stríð. "Juan Manuel Dangio vann fimm titla, en ég held að Schumacher sé án efa sá besti. Sérhver ökumaður þarf að búa yfir óslökkvandi sigurþorsta og þó menn hafi gagnrýnt Schumacher fyrir fólskulega taktík í gegn um tíðina, er hann án efa sá besti," sagði Lauda og Coulthard tók í sama streng. "Michael er umdeildur ökumaður vegna árekstra sem hann átti við menn á borð við Damon Hill og Jacques Villeneuve, en mér sjálfum finnst frábært að hafa fengið að reyna mig gegn sigursælasta ökumanni allra tíma. Það hefur stundum verið svekkjandi, því Michael hefur beygt reglurnar og hefur alltaf gert það sem til þurfti til að ná sem bestum árangri," sagði Coulthard. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher er besti ökumaður í sögu Formúlu 1 að mati þeirra Niki Lauda og David Coulthard, en þýski ökuþórinn lagði stýrið á hilluna eftir Brasilíukappaksturinn á sunnudaginn. Lauda vann heimsmeistaratitilinn þrisvar sinnum og hann segist ekki í nokkrum vafa um að Schumacher sé sá besti - í það minnsta á árunum eftir stríð. "Juan Manuel Dangio vann fimm titla, en ég held að Schumacher sé án efa sá besti. Sérhver ökumaður þarf að búa yfir óslökkvandi sigurþorsta og þó menn hafi gagnrýnt Schumacher fyrir fólskulega taktík í gegn um tíðina, er hann án efa sá besti," sagði Lauda og Coulthard tók í sama streng. "Michael er umdeildur ökumaður vegna árekstra sem hann átti við menn á borð við Damon Hill og Jacques Villeneuve, en mér sjálfum finnst frábært að hafa fengið að reyna mig gegn sigursælasta ökumanni allra tíma. Það hefur stundum verið svekkjandi, því Michael hefur beygt reglurnar og hefur alltaf gert það sem til þurfti til að ná sem bestum árangri," sagði Coulthard.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira