Færi á að losna undan EES 30. nóvember 2006 05:00 Nú virðist vera komið tækifæri til þess að losna undan EES-samningnum eða að minnsta kosti að láta reyna á undanþágumöguleikana frá hinum allt óaðgengilegri valdboðum ESB. Þær fregnir berast nú frá Noregi að menn þar séu farnir að átta sig á að EES-samningurinn er ekki í þágu Norðmanna nema undanþágur fáist frá tilskipunum ESB sem bæði Noregur, Ísland og Liechtenstein eru nauðbeygð til þess að gegna. Aðstæður í Noregi, reyndar líka á Íslandi, eru allt aðrar en í ESB-kjarnalöndum og reglugerðir ESB henta því oft afar illa. EES-samningurinn fól í sér framsal á fullveldi ríkjanna þriggja og þar með afsal á óskoruðum rétti þeirra til þess að setja sjálf lög og reglur í sínum þjóðlöndum. Það sem kveikti í Norðmönnum núna er þjónustutilskipunin svokallaða sem greinilega á að útvíkka markað ESB-þjónustufyrirtækja, hún er þó líklega í raun með svipuðum tilgangi og stór hluti tilskipana ESB: miðstýra heilum atvinnugreinum frá Brussel, gefa stórfyrirtækjum í ESB forskot en gera staðbundinni atvinnustarfsemi, sérstaklega litlum fyrirtækjum, erfiðara fyrir og hamla nýliðun. Ein afleiðing þjónustutilskipunarinnar gæti orðið undirboð sem íslensk fyrirtæki, sem eru vön að hlýta hér reglum og mannasiðum, geta ekki keppt við og neyðast kannske til þess að leggja upp laupana. Norðmenn benda á að ekki hafi enn reynt á undanþáguákvæði í EES-samningnum, með öðrum orðum hafa Noregur, Ísland og Liechtenstein ekki þorað að neita að hlýða ESB hingað til. Nú er greinilega kominn tími til þess að láta á þetta reyna.Dýpkandi fenValdboð ESB vegna EES-samningsins eru líklega orðin um 3000 (fáir í íslenska stjórnkefinu virðast vita nákvæma tölu) sem þýðir að Íslendingar hafa fengið í grófum dráttum eitt valdboð á hverjum virkum degi síðan samningurinn reið yfir þjóðina með samþykkt Alþingis 1993. Ekki sér fyrir endann á flóði tilskipana.Íslenska stjórnkerfið hefur bólgnað út, kostnaðurinn við það vex stöðugt, grónar og góðar íslenskar stofnanir eru að kaffærast í smámunasemi evrópskrar skriffinnsku. Sveitarfélögin verða óþyrmilega fyrir barðinu á tilskipununum og ráða illa við kostnaðaraukann sem af því hlýst, skattgreiðendur finna það. Og íslensk fyrirtæki þurfa að bera sívaxandi kostnað af leyfisveitingakerfum, reglugerðum og kvöðum. Íslensk stjórnvöld geta orðið trauðla sett landslýð lög eða reglur lengur án þess að fletta þurfi upp í tilskipanafeni EES-samningsins og gá hvort mönnum leyfist að stjórna landinu í samræmi við vilja og aðstæður landsmanna.Stjórn atvinnustarfseminnar að fara útÍslensk stjórnvöld hafa þegar í raun misst stjórnina á starfsumhverfi atvinnustarfseminnar, viðskiptunum við útlönd, innstreymi útlendinga og brýnum menningarlegum málum. Vinnumarkaðstilskipanirnar, samkeppnisreglurnar eða uhverfistilskipanirnar eru ekki settar í samræmi við íslenska þörf heldur vegna þess að þær samræmast aðstæðum og vilja stjórnenda ESB.Viðskiptahindranir EES við lönd utan hins margjaplaða „innra markaðs“ eru ekki í þágu Íslands heldur ESB. Rekstrarumhverfi atvinnunnar hér er að þróast í átt að evrópsku umhverfi, þar sem ósveigjanleiki, ofstjórn hins opinbera og allt of miklar og kostnaðarsamar kvaðir eru búnar, þegar á heildina er litið, að reka atvinnulífið í ESB í hatrammlega stöðnun sem enginn sér leið út úr, þrátt fyrir stöðuga útþenslustefnu. Lífvænleg nýliðun i vissum hlutum íslensks atvinnulífs er nú líka farið að hraka og ekki víst að erlend stórfyrirtæki geti hlaupið í skarðið endalaust.Skref í rétta áttÞað væri stórt skref í rétta átt ef Norðmenn gætu fengið undanþágu frá kvöðum EES-samningsins, við Íslendingar þurfum að styðja þá í því. En endanleg lausn á fullveldismálinu fæst ekki nema að EES-samningnum verði sagt upp og Íslendingar, og mögulega Norðmenn líka, taki upp tvíhliða viðskiptasamninga við ESB eins og stærsta landið í EFTA, Sviss, gerði á sínum tíma þegar Svisslendingar höfnuðu EES-samningnum. Það hefur gefist þeim afar vel, þeir halda sínu sjálfstæði og hafa notið meiri velgegngni en ESB-ríkin. EFTA (Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland) er góður vettvangur til þess að koma Íslandi (og mögulega Noregi og Liechtenstein) undan tilskipanavaldi ESB og til þess að styðja Norðmenn, EFTA hefur reynst okkur farsællega og sækir fram á heimsvísu en ekki bara á þröngu svæði Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Nú virðist vera komið tækifæri til þess að losna undan EES-samningnum eða að minnsta kosti að láta reyna á undanþágumöguleikana frá hinum allt óaðgengilegri valdboðum ESB. Þær fregnir berast nú frá Noregi að menn þar séu farnir að átta sig á að EES-samningurinn er ekki í þágu Norðmanna nema undanþágur fáist frá tilskipunum ESB sem bæði Noregur, Ísland og Liechtenstein eru nauðbeygð til þess að gegna. Aðstæður í Noregi, reyndar líka á Íslandi, eru allt aðrar en í ESB-kjarnalöndum og reglugerðir ESB henta því oft afar illa. EES-samningurinn fól í sér framsal á fullveldi ríkjanna þriggja og þar með afsal á óskoruðum rétti þeirra til þess að setja sjálf lög og reglur í sínum þjóðlöndum. Það sem kveikti í Norðmönnum núna er þjónustutilskipunin svokallaða sem greinilega á að útvíkka markað ESB-þjónustufyrirtækja, hún er þó líklega í raun með svipuðum tilgangi og stór hluti tilskipana ESB: miðstýra heilum atvinnugreinum frá Brussel, gefa stórfyrirtækjum í ESB forskot en gera staðbundinni atvinnustarfsemi, sérstaklega litlum fyrirtækjum, erfiðara fyrir og hamla nýliðun. Ein afleiðing þjónustutilskipunarinnar gæti orðið undirboð sem íslensk fyrirtæki, sem eru vön að hlýta hér reglum og mannasiðum, geta ekki keppt við og neyðast kannske til þess að leggja upp laupana. Norðmenn benda á að ekki hafi enn reynt á undanþáguákvæði í EES-samningnum, með öðrum orðum hafa Noregur, Ísland og Liechtenstein ekki þorað að neita að hlýða ESB hingað til. Nú er greinilega kominn tími til þess að láta á þetta reyna.Dýpkandi fenValdboð ESB vegna EES-samningsins eru líklega orðin um 3000 (fáir í íslenska stjórnkefinu virðast vita nákvæma tölu) sem þýðir að Íslendingar hafa fengið í grófum dráttum eitt valdboð á hverjum virkum degi síðan samningurinn reið yfir þjóðina með samþykkt Alþingis 1993. Ekki sér fyrir endann á flóði tilskipana.Íslenska stjórnkerfið hefur bólgnað út, kostnaðurinn við það vex stöðugt, grónar og góðar íslenskar stofnanir eru að kaffærast í smámunasemi evrópskrar skriffinnsku. Sveitarfélögin verða óþyrmilega fyrir barðinu á tilskipununum og ráða illa við kostnaðaraukann sem af því hlýst, skattgreiðendur finna það. Og íslensk fyrirtæki þurfa að bera sívaxandi kostnað af leyfisveitingakerfum, reglugerðum og kvöðum. Íslensk stjórnvöld geta orðið trauðla sett landslýð lög eða reglur lengur án þess að fletta þurfi upp í tilskipanafeni EES-samningsins og gá hvort mönnum leyfist að stjórna landinu í samræmi við vilja og aðstæður landsmanna.Stjórn atvinnustarfseminnar að fara útÍslensk stjórnvöld hafa þegar í raun misst stjórnina á starfsumhverfi atvinnustarfseminnar, viðskiptunum við útlönd, innstreymi útlendinga og brýnum menningarlegum málum. Vinnumarkaðstilskipanirnar, samkeppnisreglurnar eða uhverfistilskipanirnar eru ekki settar í samræmi við íslenska þörf heldur vegna þess að þær samræmast aðstæðum og vilja stjórnenda ESB.Viðskiptahindranir EES við lönd utan hins margjaplaða „innra markaðs“ eru ekki í þágu Íslands heldur ESB. Rekstrarumhverfi atvinnunnar hér er að þróast í átt að evrópsku umhverfi, þar sem ósveigjanleiki, ofstjórn hins opinbera og allt of miklar og kostnaðarsamar kvaðir eru búnar, þegar á heildina er litið, að reka atvinnulífið í ESB í hatrammlega stöðnun sem enginn sér leið út úr, þrátt fyrir stöðuga útþenslustefnu. Lífvænleg nýliðun i vissum hlutum íslensks atvinnulífs er nú líka farið að hraka og ekki víst að erlend stórfyrirtæki geti hlaupið í skarðið endalaust.Skref í rétta áttÞað væri stórt skref í rétta átt ef Norðmenn gætu fengið undanþágu frá kvöðum EES-samningsins, við Íslendingar þurfum að styðja þá í því. En endanleg lausn á fullveldismálinu fæst ekki nema að EES-samningnum verði sagt upp og Íslendingar, og mögulega Norðmenn líka, taki upp tvíhliða viðskiptasamninga við ESB eins og stærsta landið í EFTA, Sviss, gerði á sínum tíma þegar Svisslendingar höfnuðu EES-samningnum. Það hefur gefist þeim afar vel, þeir halda sínu sjálfstæði og hafa notið meiri velgegngni en ESB-ríkin. EFTA (Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland) er góður vettvangur til þess að koma Íslandi (og mögulega Noregi og Liechtenstein) undan tilskipanavaldi ESB og til þess að styðja Norðmenn, EFTA hefur reynst okkur farsællega og sækir fram á heimsvísu en ekki bara á þröngu svæði Evrópu.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar