Elsta félag Íslands 190 ára 30. nóvember 2006 05:30 Sigurður Líndal lagaprófessor telur félagið eiga jafn mikið erindi við þjóðina og síðastliðin 190 ár. Það sinni verkum sem annars væru ekki unnin. Með Sigurði á myndinni eru Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Sverrir Kristinsson, eigandi Eignamiðlunar, en þeir starfa báðir fyrir Bókmenntafélagið. MYND/Hörður Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. . Innlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Fræði Hið íslenzka bókmenntafélag heldur um þessar mundir uppá 190 ára afmæli sitt en félagið er elsta félag og bókaforlag á Íslandi stofnað árið 1816. Félagið hefur á langri vegferð aldrei hvikað frá því markmiði sem það hefur ávallt haft í hávegum – útgáfu markverðra fræðirita á sem flestum sviðum, til að efla vísindi Íslendinga á allan hátt. Útgáfa félagsins er mikil vöxtum og þess eru fá dæmi meðal annarra þjóða og einsdæmi hér á landi að frjálst félag geti státað af álíka hefð. Bókmenntafélagið er fræðafélag þótt það sé kennt við bókmenntir. Við stofnun félagsins merkti orðið bókmenntir hvers konar menntir sem bundnar voru við bækur og þá ekki síður fræði en skáldskap en auk bókaútgáfu sinnti félagið margs konar annarri vísinda- og fræðastarfsemi. Bækur félagsins hafa fjallað um bókmenntir, listir, skáldskap, hagfræði, lögfræði, sálfræði, sagnfræði og fornleifafræði auk eins viðamesta og þekktasta flokki bóka félagsins, Lærdómsritunum, að ógleymdri útgáfu Skírnis, tímarits félagsins. Sigurður Líndal, lagaprófessor og forseti HÍB, síðastliðna fjóra áratugi, segist hugsa um félagið sem elstu stofnun hins nýja Íslands og að afmæli félagsins sé miðað við sameiningu Íslands- og Danmerkurdeildar félagsins 15. ágúst 1816 þótt stofnun Íslandsdeildarinnar hafi verið árið 1815. „Félagið stóð í ýmsu öðru en að gefa út bækur. Það stofnaði til dæmis það sem nú er kallað Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn,“ segir Sigurður og minnir jafnframt á að félagið hafði forgöngu um mælingu Íslands og útgáfu fyrsta uppdráttar landsins sem telja má nokkurn veginn réttan. Það annaðist einnig veðurathuganir og félagið lét safna efni í mikla Íslandslýsingu. Um Skírni segir Sigurður að það sé meira en eitt tímarit. „Ég kallaði það eitt sinn langafa íslenskrar fjölmiðlunar. Fyrst kom hann og svo blöðin, útvarpið og loks sjónvarpið.“ Afmælis- og aðalfundur HÍB verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. desember næstkomandi klukkan 14.00. Tímarit Bókmenntafélagsins Skírnir hefur komið út í 180 ár samfellt og er ein af meginstoðunum í starfsemi félagsins. .
Innlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira