Viðskipti erlent

Metviðskipti í kauphöll Lundúna

Mynd/AFP

Kauphöllin í Lundúnum greindi frá því í dag að rafrænum viðskiptum hafi fjölgað umtalsvert á árinu og sé útlit fyrir að met verði slegið í þessum mánuði. Clara Furse, forstjóri kauphallarinnar, segir horfur á að viðskiptunum haldi áfram að fjölga út árið.

Þá segir hún það auka verðmæti kauphallarinnar til muna. Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq gerði yfirtökutilboð í bresku kauphöllina fyrr í þessum mánuði. Það hljóðaði upp á 950 pens á hlut en því var hafnað á þeim forsendum að það væri of lágt.

Furse segir horfur kauphallarinnar góðar. Hafi m.a. skráðum félögum fjölgað um fjórðung í kauphöllinni á síðasta ári en þau eru nú 547 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×