Innlent

Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega

Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. Borgaryfirvöld kröfðu olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna þess taps sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna samráðsins. Eftir að samningaviðræður vegna málsins runnu út í sandinn var ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum og er verið að leggja lokahönd á stefnuna í málinu að sögn Vilhjálms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×