Innlent

Ljóð í sjóð til styrktar MND-félaginu

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins.
Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. MYND/Valgarður

Ljóð í sjóð er heiti á bók og geisladiski sem MND-félagið gefur út með stuðningi helstu listamanna þjóðarinnar. Árlega greinast þrír til fimm einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi, en hann dregur fólk til dauða á einu til fimm árum.

Bókin er fagurlega myndskreitt með málverkum, ljóðum og á geisladisknum eru lög og ljóðaupplestur skáldanna sem gefa verk sín.

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, segir að verkefnið breyti öllu fyrir félagið. MND-sjúklingar séu fáir og oftast mjög veikir þannig að öll hjálp skipti máli. Verkefni félagsins eru óteljandi að sögn Guðjóns. Það þurfi meðal annars að efla rannsóknir á sjúkdómnum og koma upp aðstöðu í Hveragerði til meðferðar fyrir sjúklinga.

Það eru margir sem koma að starfi félagsins. Þeirra á meðal er Halldór Jónsson. Hann misst konuna sína úr sjúkdómnum í fyrra og segir það skipta miklu máli að geta unnið með félaginu áfram og styðja við bakið á eldhuganum Guðjóni.



Guðjón kallar á fyrirtæki að gefa starfsmönnum bókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×