Enski boltinn

Solskjær verður betri með aldrinum

Sir Alex var mjög ánægður með leik sinna manna í dag enda er United komið á toppinn á ný
Sir Alex var mjög ánægður með leik sinna manna í dag enda er United komið á toppinn á ný NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með framlag sinna manna eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu þeirra Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo. Hann segir liðið vera aftur að finna taktinn í deildinni.

"Það er erfitt að hugsa sér að leikmaður geti verið að vaxandi þegar hann er orðinn 33 ára gamall - en sú er raunin með Ole Gunnar. Hann er búinn að vera frá meira og minna í tvö ár og þá hefur maður eðlilega sínar efasemdir, en hann er búinn að vera frábær það sem af er í vetur," sagði Ferguson um Norðmanninn markheppna og hrósaði Cristiano Ronaldo í leiðinni - en sá átti þrjú stangarskot í leiknum.

"Cristiano er ekki nema 21 árs gamall, en leikskilningur hans er alltaf að verða betri og betri. Hann átti í vandræðum á HM, en ég hef alltaf sagt að hann gæti átt eftir að verða stórkostlegur leikmaður. Hann er ótrúlegur íþróttamaður," sagði Ferguson og bætti við að liðið væri nú óðum að finna formið sem það var í framan af leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×