Tónlist

Jólatónleikar Svansins

Lúðrasveitin Svanur heldur árlega jólatónleika sína á sunnudaginn.

Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og munu tónleikagestir fá að heyra allt frá rússneskum polka yfir í íslensk dægurlög. Rúmlega þrjátíu hljóðfæraleikarar munu taka þátt í tónleikunum sem verða með hátíðarbrag en Einar Jónsson trompetleikari mun leika með sveitinni.

„Einar leikur með okkur lag eftir Sæbjörn Jónsson, einn af heiðursfélögum Svansins, sem lést á þessu ári. „Lagið „Stars in a Velvet Sky" er eftir Sæbjörn sem lék á trompet með sveitinni um árabil," segir Guðný Jónsdóttir hljóðfæraleikari.

Guðný bendir einnig á að sveitin sé einkar samstillt en félagar úr henni fóru á lúðrasveitamót í Þýskalandi fyrir skömmu og er Svanurinn því í toppformi. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Rúnar Óskarsson.

Tónleikarnir fara fram í sal í sal SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík og hefjast þeir kl. 17 á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×