Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð 1. desember 2006 08:38 Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur. Lög og regla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur.
Lög og regla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira