Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð.
Konan krafðist þess að fá rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur en hún taldi sig ekki hafa fengið nægjanlegar upplýsingar um aðgerðina hjá læknum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafi ekki gerst sekur um gáleysi. Konan hafði áður farið í aðgerð vegna brjósklos og búast hefði mátt við því að líkur á bata væru minni við fyrstu aðgerð og hætta á fylgikvillum meiri.