Erlent

Vilja ákæra ísraelska forsetann fyrir nauðganir

Moshe Katsav, forseti Ísraels.
Moshe Katsav, forseti Ísraels. MYND/Vísir

Lögreglan í Ísrael krefst þess að Moshe Katsav, forseti landsins, verði ákærður fyrir nauðganir. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi út frá sér í gær segir að óskað hafi verið eftir því að saksóknari ákæri forsetann fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gegn fjölda kvenna. Lögreglan hefur einnig sannanir um að Katsav hafi brotið lög þegar hann náðaði dæmda sakamenn og að hann hafi gerst sekur um ólöglegar hleranir.

Þing verður sett á ný í Ísrael í dag og er það í verkahring forsetans að gera það. Margir þingmenn hafa hótað því að ganga út ef forsetinn mætir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×