Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi 16. október 2006 12:26 Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira