Ætla í hungurverkfall verði aðstaðan ekki bætt 16. október 2006 17:51 Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg ætla í hungurverkfall verði aðstaða þeirra ekki bætt. Fangelsið á að vera móttökufangelsi en vegna skorts á plássi dvelja margir fangar þar lengur en æskilegt þykir. Tíu fangar dvelja nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og sendu þeir í dag frá sér bréf, sem meðal annars var sent á fangelsismálastjóra, þar sem þess er krafist að fæði þeirra og aðstaða verði bætt. Talsmaður fanganna segir mikið loftleysi inni í klefunum sem valdi föngum bæði andlegum og líkamlegum kvillum. Ekki sé verið að gera neinar kröfur um lúxus heldur sé þess krafist að lágmarkskröfur um vistarverur fanganna og mataræði sé virtar. Ef það verði ekki gert ætla fangarnir að grípa til hungurverkfalls. Í bréfi sínu benda fangarnir á að í sumum tilvikum ætti að vera auðvelt að laga hlutina svo sem með því að setja viftur inn í fangaklefa. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er starfrækt á undanþágu Heilbrigðiseftirlitsins og pyntingarnefndar Evrópuráðsins en aðstaðan fyrir fanga í fangelsinu hefur verið gangrýnd. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa höfuðborgarsvæðisins, segir aðbúnað í fangelsinu að alla jöfnu nokkuð góðan. Sett hafi verið út á það að loftræsting sé ekki nógu góð, að það sé ekki matsalur í fangelsinu og að ekki sé nægjanleg tómstundaaðstaða fyrir fangana. Guðmundur segir þessa gagnrýni eiga rétt á sér. Hins vegar eigi fangar að stoppa stutt í Hegningarhúsinu þar sem fangelsið sé fyrst og fremst móttökufangelsi. Beðið sé eftir því að hægt sé að loka fangelsinu, sem sé barn síns tíma, en það sé ekki raunhæft fyrr en eitthvað annað komi í staðinn. Fangar sem dvelja í Hegningarhúsinu dvelja þar oftast stutt, frá nokkrum dögum upp í einhverja mánuði, undanfarið hefur þó dvölin tekist að lengjast. Guðmundur segir fangelsin full og rennslið stoppi því í Hegningarhúsinu sem sé ekki gott mál. Mikilvægt sé að stjórnvöld sjái til þess að úr þessu verði bætt sem fyrst. Guðmundur segir að farið verði yfir málin næstu daga og reynt að bæta úr því sem hægt er. Fangarnir ætla að hefja hungurverkfall sitt á föstudaginn ef ekki verður sýnt fram á úrbætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent