Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari 16. október 2006 23:00 Forráðamenn Renault hafa ekki áhyggjur af bellibrögðum frá Ferrari um næstu helgi NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira