Innlent

Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra

Framkvæmdastjóri Mjólku ætlar að kæra Landbúnaðarráðherra fyrir brot á jafnræðisreglunni eftir ummæli sem hann lét falla í gær um að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingu á búvörulögum.

Í ummælunum hafnaði ráðherra sjónarmiði Samkeppniseftirlitsins um að breyta búvörulögum, en úrskurður eftirlitsins var birtur fyrir helgi og sagði ekki eðlilegt að undanþiggja afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði samkeppnislögum. Mjólka, ostahúsið í Hafnarfirði og Bíóbú eru ekki undanþegin lögunum

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir að þegar slíkar undanþágur séu mjög mismunandi innan sömu atvinnugreinar þá stangist það á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Mjóklursamsalan tilkynnti í dag áform um að sameinast Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga um áramót. Við það verður eitt fyrirtæki ráðandi í mólkuriðnaði á landinu, með 99% markaðshlutdeild.

Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir markmiðið með samningunni að auka hagræðingu í greininni þannig að verð á mjólkurvörum batni fyrir neytendur en um leið sé hagsmuna bænda gætt.

Nýja félagið mun heita Mjólkursamsalan og gert ráð fyrir hundruðum illjóna króna sparnaði á ársgrundvelli þegar breytingarnar verða komnar í gegn. Í þeim felst meðal annars að flytja alla mjólkurvinnslu frá Reykjavík. Eftir sameininguna verða í raun aðeins 2 félög starfandi á markaðnum auk Mjólku.

Ólafur segir erfitt að sjá hvernig Mjólka eigi að þrífast í þessu markaðsumhverfi og hvernig félagið eigi að keppa við þessa risa, eins og hann kallar hin félögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×