Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu 8. mars 2006 09:24 Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum. Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta var nú ekki stórt skref og alveg í samræmi við væntingar, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og telur að markaðurinn hafi verið búinn að verðleggja stýrivaxtahækkunina í Evrópu. Hún kom ekki nokkrum manni á óvart og var nánast búið að tilkynna hana fyrir fram. Yfirlýsingar Trichets voru það gagnsæjar þar sem hann var að fjalla um væntingar markaðarins að varla kom annað til greina en bankinn hækkaði um 25 punkta. Arnór segir þróun á langtímavöxtum hins vegar hafa verið frekar til hækkunar í Evrópu undanfarið. Þar hefur gengið til baka hækkunarferli sem virtist komið í gang. Hann telur ekki miklar líkur á að hækkunin nú hafi mikil áhrif á þá þróun og bendir á að stýrivaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafi ekki skilað sér út í bankavexti. Vandamálið er gamalkunnugt og á því hugsanlegar ýmsar skýringar, svo sem hversu seðlabankar í Asíu og víðar hafa verið fúsir til að kaupa upp mikið magn af bandarískum skuldabréfum á lágum vöxtum til að bregðast við fjármagnsinnstreymi þar. Hann sagðist hins vegar gera ráð fyrir að farið væri af stað vaxtahækkunarferli í Evrópu sem halda myndi áfram, enda hefði heldur verið að glaðna yfir efnahagsmálum í Evrópu. Verðbólga er talsvert yfir viðmiði Seðlabanka Evrópu þó svo að svokölluð kjarnaverðbólga hafi heldur verið á undanhaldi og sé ekki nema 1,2 prósent núna, segir hann en í kjarnaverðbólgu er undanskilið verð á orku og matvælum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, áréttaði í vikunni að ekki væri búið að ákveða ferli vaxtahækkana, en Arnór segir ekki ólíklegt að undanfarnar hækkarnir í orkugeira fari að skila sér inn í almennt verðlag í Evrópu auk þess sem uppgangur í efnahagslífi þjóða á borð við Þýskaland kunni að þrýsta á um verðhækkanir. Jean-Claude Trichet Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), skýrir frá ákvörðun um 25 punkta hækkun stýrivaxta í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt í Þýskalandi. Hann segir enga ákvörðun um frekari vaxtahækkanir liggja fyrir. Fréttablaðið/AP Arnór segir fyrirtæki hér ekki munu finna mikið fyrir vaxtahækkuninni nú. Hún hefur væntanlega ekki mikil áhrif á vexti nú, því þau áhrif voru þegar komin fram. Almennt er íslenskur þjóðarbúskapur þó mjög viðkvæmur fyrir vaxtahækkunum og veltur mikið á að þessi þróun verði hægfara og vextir hækki í jöfnum skrefum en ekki stórum stökkum. Fyrst og fremst taldi hann fyrirtæki og fjármálastofnanir viðkvæm fyrir breytingum á vöxtum á evrusvæðinu, enda mörg með skuldir í erlendri mynt og talsverðan hluta þeirra á breytilegum vöxtum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira