Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima 24. ágúst 2006 07:15 Kvarta ekki undan aðbúnaði Gíslarnir Olaf Wiig og Steve Centanni virtust vel haldnir, íklæddir íþróttagöllum, á myndbandsupptökunni sem birt var í gær. MYND/AP Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri. Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri.
Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira