Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima 24. ágúst 2006 07:15 Kvarta ekki undan aðbúnaði Gíslarnir Olaf Wiig og Steve Centanni virtust vel haldnir, íklæddir íþróttagöllum, á myndbandsupptökunni sem birt var í gær. MYND/AP Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri. Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri.
Erlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira