Formúla 1

Orðrómur á kreiki um drykkjuskap Raikkönen

Kimi Raikkönen
Kimi Raikkönen NordicPhotos/GettyImages

Síðustu daga hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki á vefsíðum sem tengjast Formúlu 1 að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur eftir kappaksturinn í Ungverjalandi á dögunum. Raikkönen var sagður hafa týnt peningaveski sínum með nokkrum fjármunum, ökuskírteini sínu og vegabréfi, en sumir vilja meina að lögreglan hafi tekið það af honum eftir að hann var handtekinn.

Þess ber að geta að tíðindum þessum ber vitanlega að taka með miklum fyrirvara, en blaðamenn á Ítalíu sáu þó ástæðu til að velta fyrir sér hvort lið Ferrari ætti að vera að bera víurnar í mann sem gerðist sekur um ölvunarakstur. Raikkönen er sem stendur í 4-5 sæti í stigakeppni ökuþóra og ekur fyrir McLaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×