Innlent

Steinunn Þóra sækist eftir 4. sætinu hjá VG á höfuðborgarsvæðinu

Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sætið í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin.

Í tilkynningu frá Steinunni kemur fram að með því vilji hún leggja sitt af mörkum til þss að forvalið verði sem öflugast og skili sterkum framboðslistum fyrir kosningarnar í vor. Steinunn er 29 ára gömul og stundar MA-nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún sat í stjórn

Reykjavíkurfélags Vinstri - grænna 2003 til 2005 og þá hefur hún einnig unnið fyrir Samtök herstöðvarandstæðinga, MS-félag Íslands og Öryrkjabandalagið, þar sem hún situr nú í framkvæmdastjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×