Innlent

Tók á móti skútukörlum

Á Bessastöðum Lafði Dufferin afhendir hér  mynd af Dufferin lávarði sem tekin var í ferð hans hingað til lands árið 1856.
Á Bessastöðum Lafði Dufferin afhendir hér mynd af Dufferin lávarði sem tekin var í ferð hans hingað til lands árið 1856.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær á móti breskum skútukörlum á Bessastöðum. Sigldu þeir hingað til lands á tíu skútum til að minnast þess að í sumar eru liðin 150 ár frá því að Dufferin lávarður sigldi til Íslands á skútu. Var Ísland fyrsti áfangastaður Dufferins á siglingu hans um Atlantshaf árið 1856, en hann sigldi einnig til Jan Mayen og Noregs. Síðar skrifaði hann bók um ferðir sínar á norðurslóðum.

Viðstödd móttökuna í dag var lafði Dufferin, síðasti núlifandi afkomandi lávarðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×