Lyf hækka um tugi milljóna 13. júlí 2006 07:45 Magnús Pétursson MYND/Pjetur Lyfjakostnaður Landspítalans hækkar um sextíu til sjötíu milljónir, einungis vegna gengisbreytinga á þessu ári, ef reiknað er með að gengi helstu gjaldmiðla haldist óbreytt út árið. Þetta er mat Valgerðar Bjarnadóttur, sviðsstjóra innkaupa- og vörustjórnunarsviðs Landspítalans. Lyfjakostnaður Landspítalans er um 2,7 milljarðar króna á ári eða tæp tíu prósent af heildarrekstrarkostnaði sjúkrahússins. Stærstur hluti þessara lyfja eru ný og dýr lyf sem aðeins eru gefin innan sjúkrahússins, sem stendur straum af kostnaði þeirra að fullu. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að allt sem er beintengt genginu eins og lyf, hjúkrunarvörur og tækjavörur skýri þann halla sem fimm mánaða uppgjörið sýni og að lyfin séu þar veigamest. Magnús býst við að sex mánaða uppgjör á rekstri sjúkrahússins muni þó ekki sýna mikið hærri tölur. „Stjórnvöldum er vel kunnugt um þennan vanda og það er heilbrigðisyfirvalda að gera eitthvað í því. það felst ekki í því að byggja hús heldur er það reksturinn sem skiptir mestu máli.“ Rekstrarhalli samkvæmt fimm mánaða uppgjöri er um tvö hundruð milljónir króna. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar alþingis, segir að fjárhagsstaða Landspítalans hafi ekki verið rædd innan nefndarinnar nýlega. „En það er ljóst að ríkisfyrirtæki verða, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að fara að fjárlögum.“ Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Lyfjakostnaður Landspítalans hækkar um sextíu til sjötíu milljónir, einungis vegna gengisbreytinga á þessu ári, ef reiknað er með að gengi helstu gjaldmiðla haldist óbreytt út árið. Þetta er mat Valgerðar Bjarnadóttur, sviðsstjóra innkaupa- og vörustjórnunarsviðs Landspítalans. Lyfjakostnaður Landspítalans er um 2,7 milljarðar króna á ári eða tæp tíu prósent af heildarrekstrarkostnaði sjúkrahússins. Stærstur hluti þessara lyfja eru ný og dýr lyf sem aðeins eru gefin innan sjúkrahússins, sem stendur straum af kostnaði þeirra að fullu. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að allt sem er beintengt genginu eins og lyf, hjúkrunarvörur og tækjavörur skýri þann halla sem fimm mánaða uppgjörið sýni og að lyfin séu þar veigamest. Magnús býst við að sex mánaða uppgjör á rekstri sjúkrahússins muni þó ekki sýna mikið hærri tölur. „Stjórnvöldum er vel kunnugt um þennan vanda og það er heilbrigðisyfirvalda að gera eitthvað í því. það felst ekki í því að byggja hús heldur er það reksturinn sem skiptir mestu máli.“ Rekstrarhalli samkvæmt fimm mánaða uppgjöri er um tvö hundruð milljónir króna. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar alþingis, segir að fjárhagsstaða Landspítalans hafi ekki verið rædd innan nefndarinnar nýlega. „En það er ljóst að ríkisfyrirtæki verða, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að fara að fjárlögum.“
Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira