Matarinnkaup lækka um fimmtíu þúsund 13. júlí 2006 03:30 Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum. Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum.
Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira