Ruud Van Nistelrooy á leið til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca heldur því fram í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy geti gengið í raðir Real Madrid frá Manchester United fyrir upphæð nálægt 11 milljónum punda. Engar fréttir hafa borist frá Englandi til að staðfesta þetta en lið Real Madrid er með hverjum deginum orðað við fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.