"Opinn skógur" í Tröð við Hellissand 13. júlí 2006 16:00 Laugardaginn 15. júlí nk. verður Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, opnað formlega undir merkjum "Opins skógar" skógræktarfélaganna. Tröðin er einstök gróðurvin í alfaraleið við utanverðan Snæfellsjökul, skammt frá Sjóminjasafninu, íþrótta- og tjaldsvæðunum og í auðveldu göngufæri frá Hellissandi. Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð og náði hann undraverðum árangri á þessum fallega stað í hrauninu og varð svæðið í kjölfarið vel þekkt á meðal áhugafólks um skóg- og trjárækt. Síðustu mánuðina hefur verið unnið ötullega að því að gera alla aðstöðu í Tröð sem besta. Í Tröðinni eru fjölmargar trjátegundir, sem hafa verið merktar, gerðir hafa verið göngustígar, sett upp borð og bekkir og grillaðstaða. Alltaf er skjólgott í Tröðinni og hún því kjörinn staður til að heimsækja og njóta lífsins í fögru umhverfi. Hátíðin hefst í Tröð klukkan 15.00. Skúli Alexandersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, setur hátíðina. Jóhann Hjálmarsson skáld les ljóð. Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands og Kristinn Jónasson sveitarstjóri Snæfellsbæjar flytja ávörp. Einnig samstarfs- og styrktaraðilar verkefnisins, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjóvá-fjármögnunar hf og fulltrúi frá Pokasjóði. Einar K. Guðfinnson sjávarútvegsráðherra opnar "Opinn skóg" í Tröð á Hellissandi með táknrænum hætti. Þá verður gengið um Tröðina og aðstaðan og skógurinn skoðaður. Boðið verður upp á léttar veitingar í lokin og eru allir velkomnir. Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu. Sjö svæði hafa áður verið opnuð með formlegum hætti. Svæðin eru: Daníelslundur (2002), Hrútey (2003), Snæfoksstaðir, Tungudalur, Eyjólfsstaðaskógur, Sólbrekkur (2004), Hofsstaðaskógur (2005). Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Laugardaginn 15. júlí nk. verður Tröð, við Hellissand á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, opnað formlega undir merkjum "Opins skógar" skógræktarfélaganna. Tröðin er einstök gróðurvin í alfaraleið við utanverðan Snæfellsjökul, skammt frá Sjóminjasafninu, íþrótta- og tjaldsvæðunum og í auðveldu göngufæri frá Hellissandi. Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð og náði hann undraverðum árangri á þessum fallega stað í hrauninu og varð svæðið í kjölfarið vel þekkt á meðal áhugafólks um skóg- og trjárækt. Síðustu mánuðina hefur verið unnið ötullega að því að gera alla aðstöðu í Tröð sem besta. Í Tröðinni eru fjölmargar trjátegundir, sem hafa verið merktar, gerðir hafa verið göngustígar, sett upp borð og bekkir og grillaðstaða. Alltaf er skjólgott í Tröðinni og hún því kjörinn staður til að heimsækja og njóta lífsins í fögru umhverfi. Hátíðin hefst í Tröð klukkan 15.00. Skúli Alexandersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, setur hátíðina. Jóhann Hjálmarsson skáld les ljóð. Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands og Kristinn Jónasson sveitarstjóri Snæfellsbæjar flytja ávörp. Einnig samstarfs- og styrktaraðilar verkefnisins, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjóvá-fjármögnunar hf og fulltrúi frá Pokasjóði. Einar K. Guðfinnson sjávarútvegsráðherra opnar "Opinn skóg" í Tröð á Hellissandi með táknrænum hætti. Þá verður gengið um Tröðina og aðstaðan og skógurinn skoðaður. Boðið verður upp á léttar veitingar í lokin og eru allir velkomnir. Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu. Sjö svæði hafa áður verið opnuð með formlegum hætti. Svæðin eru: Daníelslundur (2002), Hrútey (2003), Snæfoksstaðir, Tungudalur, Eyjólfsstaðaskógur, Sólbrekkur (2004), Hofsstaðaskógur (2005).
Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira