Sport

Æft skítabrögðin lengi

Eftirfarandi setningar birtust á bloggsíðu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings.

Oft hafa menn hótað að fótbrjóta mig í leik en alltaf í einhverjum æsingi og í hita leiks. Þeir hafa aldrei staðið við það eða einu sinni verið nálægt því. Einn hótaði mér því sallarólegur og yfirvegaður. Hann ætlaði einnig að bíða eftir mér á bílastæðinu eftir leik og drepa mig. Hann kallaði mig einnig aumingja og lélegan leikmann. (...) Kemur næst Mete. Hann kleip líka á mig risamarblett og barði mig í bringuna af öllu afli. (27. júlí 2006)

Guðmundur V. Mete er asni. Mér er alveg sama þó pabbi hans sé útlendingur. Það er ekki ástæðan fyrir því að hann er asni. Þetta er maður sem klípur þig svo fast í síðuna að hann þarf að gretta sig á meðan hann gerir það því átakið er svo mikið. Hann kemur viljandi 1,5 sek of seint í tæklingu til að geta meitt þig. Og síðast en ekki síst þá er hann alveg til í að gefa þér olnbogaskot þegar dómarinn horfir eitthvað annað.

Hann stígur fram þegar boltinn fer fram og hamrar í bringuna á þér af öllu afli með engu tilliti til þess hversu hættulegt þetta er eða hversu óíþróttamannslegt. Þú endar leik með verk í kassanum, hásinunum og marbletti á síðunni og ef þú missir stjórn á skapi þínu þá endar þú leikinn með rautt spjald líka en fíflið hangir inná af því hann er búinn að æfa þessi skítabrögð svo lengi að hann er orðinn góður í að fela þau. (25. júlí 2006)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×