Innlent

Fullkomlega réttmætt aðferð

Íslensk ERfðagreining Forráðamenn fyrirtækisins segja aðferðafræði sína við skoðun á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna standast lög og vera í samræmi við leiðbeiningar Persónuverndar.
Íslensk ERfðagreining Forráðamenn fyrirtækisins segja aðferðafræði sína við skoðun á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna standast lög og vera í samræmi við leiðbeiningar Persónuverndar.

Þórir Haraldsson, lögmaður Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun fyrirtækisins á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sem grunaðir eru um iðnaðarnjósnir staðfesti skoðun fyrirtækisins.

„Niðurstaðan staðfestir þá skoðun fyrirtækisins að okkur hafi verið heimilt að standa að þessari rannsókn með þeim hætti sem við gerðum.“

Hann segir fyrirtækið hafa alltaf talið sig í fullum rétti við að beita þeim aðferðum við öflun sönnunargagna sem það beitti og telur sjálfur að þær standist lög. „Okkar reglur, aðferðafræðin sem við beittum og framkvæmdin sjálf standast bæði lög og leiðbeiningar Persónuverndar, enda í samræmi við þær reglur sem gilda um þeirra eigin starfsemi.“

Þórir segir að starfs-mönnunum fyrrverandi hafi ekki verið tilkynnt um að til stæði að skoða tölvupóstinn enda hefði slíkt ekki verið eðlilegt undir þeim kringumstæðum sem þá voru. „Samkvæmt reglum er miðað við að það eigi að jafnaði að gefa þeim kost á því, en við töldum alfarið að kringumstæður í þessu máli krefðust þess ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×