Milljónamæringar borga vel fyrir hús 1. nóvember 2006 09:17 Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira