Milljónamæringar borga vel fyrir hús 1. nóvember 2006 09:17 Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira